TIKKA MASALA

Tikka Masala sósa

FYRIR 4


Undirbúningur

1. Taktu saman heilu kryddin og skiptu upp í tvennt
Fyrir sósuna:
  • 1 stk grænar kardimommur
  • 2 stk negull
  • 1 stk svört kardimomma
  • 2 stk svört piparkorn
  • 1 stk lítil kanilstöng
Fyrir réttinn:

    1 stk grænar kardimommur
    1 stk negull
    1 stk svört kardimomma
    1 stk svört piparkorn
    1/2 stk stjörnuanís

2. Taktu saman möluðu kryddin
  • 1 teskeið malaður kóríander
  • 1 teskeið garam masala
  • 1/2 teskeið malað túrmerik
  • 1 teskeið malað rautt chili (eða eftir smekk)
3. Gerðu grænmetið tilbúið
  • 2 hvítlauksgeirar flysjaðir
  • 2cm ferskur engifer, flysjað og skorið smátt
  • 1 rífleg matskeið af skornum ferskum kóríander (til að skreyta!)
  • 1 stk lítill laukur skorinn í lengjur
  • 50 gr kasjú hnetur
  • 1 skammtur af grilluðum lauk og papriku
4. Hafðu restina tilbúna við hendina
  • 2 matskeiðar grænmetisolía (steikingarolía) fyrir sósuna
  • 2 matskeiðar grænmetisolía (steikingarolía) fyrir réttinn
  • 100 gr saltað smjör fyrir sósuna
  • 100 gr saltað smjör fyrir réttinn
  • 200 ml tómatpúrra
  • 1 matskeið sítrónusafi
  • 100 ml rjómi
  • 1 matskeið sykur
5. Gerðu kjúklinginn tilbúinn

Aðferð við að gera sósu

1. Hitaðu olíuna og smjörið í pönnu á miðlungs hita

2. Bættu við heilum kryddum fyrir sósuna
Hér viltu hlusta eftir því þegar kryddin byrja að poppa (crackling). Gott er að hreyfa orlítið við þeim meðan þau hitna.

3. Bættu við litla lauknum (skorinn í lengjur) og sykrinum
Sykurinn hjálpar lauknum að brúnast. Ef þú vilt sleppa sykri, þá þarf að elda laukinn lengur. Gott er að hreyfa aðeins við lauknum til að koma í veg fyrir að hann brenni.

4. Bættu við hvítlauknum og engiferinu og steiktu í um 1 mín

5. Bættu við möluðu kryddunum og hrærðu vel í um 5 mín
Þegar kryddin eru vel elduð og blönduð við ferðu að taka eftir góðri lykt!

6. Bættu við tómatpúrra og sítrónusafa og eldaðu í aðrar 2 mín

7. Bættu við kasjúhnetum og eldaðu í aðrar 5 mín

8. Taktu sósuna af hita og leyfðu að kólna og blandaðu hana svo saman í blandara eða með töfrasprota
Ef þú vilt forðast að nota blandara/töfrasprota þá getur þú sleppt kasjúhnetunum eða búið til kasjúhnetumauk. Þá mælum við líka með því að týna heilu kryddin úr sósunni nema þú sért einstaklega ævintýragjarn/gjörn.

9. Leggðu sósuna til hliðar í skál

Aðferð við að gera réttinn

1. Í sömu pönnu bættu við smjöri og grænmetisolíu og hitaðu á miðlungs hita

2. Bættu heilum kryddum fyrir réttinn þegar smjörið er bráðið
Hér viltu aftur hlusta eftir því þegar kryddin fara að poppa. Hreyfa aðeins við þeim til að forðast bruna.

3. Bættu við Tikka Masala sósunni
Hér má líka salta eftir smekk.

4. Bættu við kjúklingnum eftir eldun í ofni
Hér er uppskriftin okkar að marineruðum kjúkling.

5. Bættu við skorna lauknum og paprikunni, rjómanum og smjörinu. Hrærðu þar til smjörið er bráðnað.
Gott er að smakka sósuna aðeins til og bæta við þeim kryddum sem þér finnst vanta.

6. Berðu fram með heitt og með ferska kóríanderinn sem skraut.