KJÚKLINGA SAAG FRÁ NORÐUR INDLANDI
Hollur og góður kjúklingaréttur
FYRIR 4

Undirbúningur
1. Taktu saman heilu kryddin
Opnaðu þessi krydd með mortél eða milli skeiða:
- 1 teskeið broddkúmen (cumin) fræ
- 4 stk svört piparkorn
- 1 teskeið kóríander fræ
- 2 stk negull
- 1 stk græn kardimomma
Hafðu þessi krydd heil:
- 1 stk lítil kanilstöng
- 1 stk stórt lárviðarlauf
2. Taktu saman möluðu kryddin
Fyrir spínatið:
- 2 teskeiðar malaður svartur pipar
- 1/2 teskeið salt
Fyrir réttinn:
- 1/2 teskeið túrmerik
- 1,5 teskeið garam masala
- 1/2 teskeið kóríander malað
- 1/2 teskeið sykur
- Salt eftir smekk
Blandaðu kryddblöndunni fyrir réttinn í matskeið af vatni.
3. Gerðu grænmetið tilbúið
- 300 gr spínati
- 1 miðlungs laukur skorinn fínt
- 4 geirar af hvítlauk maukaðir (eða skornir mjög fínt)
- 2 teskeiðar af engifer maukuðu (eða skorið mjög fínt)
4. Hafðu restina tilbúna við hendina
- 2L vatn
- 1/2 bolli rjómi (eða sambærileg vegan vara)
- 1 matskeið sítrónusafi
- 1/2 bolli (40-50ml) af tómatmauk
5. Gerðu kjúklinginn tilbúinn
- 500 gr (einn skammtur) af marineruðum kjúkling
(má vera bringu- eða lærakjöt)
Aðferð við að elda spínatið
1. Settu spínatið út í kalt vatn með svarta piparnum og saltinu.
Náðu upp suðu og leyfðu að sjóða á lágum hita í 10 mínútur.
2. Skolaðu soðið spínatið með köldu vatni.
Þetta gerir það að verkum að græni liturinn í spínatinu haldist betur í réttinum.
3. Blandaðu spínatið með rjómanum (eða sambærilegri vegan vöru) í blandara/töfrasprota.
Það er ekki þörf á að mauka spínatið alveg niður. Þú ræður dáldið áferðinni með því hversu mikið þú maukar.
4. Geymdu blönduna til hliðar þar til seinna.
Aðferð við að gera réttinn
1. Hitaðu olíuna upp á háum hita og lækkaðu svo hitann niður í miðlungs hita.
2. Bættu heilu kryddunum út í olíuna.
Þegar kryddin byrja að poppa (crackling) þá eru þau tilbúin. Gott er að hreyfa örlítið í kryddunum með þau eldast til að forðast bruna.
3. Bættu við lauknum og sykrinum og eldaðu þar til laukurinn er karamellu brúnn.
Að setja sykur flýtir fyrir því að brúna laukinn. Ef þú vilt sleppa sykrinum þá þarftu að elda laukinn lengur. Muna að hræra af og til í lauknum til að forðast bruna og að hann festist við pönnuna.
4. Bættu við hvítlauk og engifer og steiktu í 1 mín á meðan þú hrærir vel í.
5. Bættu við möluðu kryddunum og hrærðu vel.
Hér viltu horfa á kryddin drekka í sig olíuna og svo sleppa henni lítilega aftur út þegar þau eru tilbúin.
6. Bættu við tómatmaukinu og saltinu (eftir smekk) og eldaðu í 3-4 mín.
7. Bættu við spínatmaukinu sem þú gerðir áður og eldaðu í aðrar 2-3 mín.
8. Bættu við kjúklingnum og sítrónusafanum og leyfðu réttinum að byrja að sjóða.
9. Leyfðu réttinum að kólna örlítið eftir að suða næst og bættu svo við rjómanum.
10. Hækkaðu hitann aftur í háan hita í hrærðu í blöndunni í 2 mín.
11. (Valkvæmt) Bættu við smá smjörklípu og matskeið af rjóma á hvern disk og leyfðu því að bráðna yfir.