INDVERSK KJÚKLINGA MARINERING

Gefðu kjúklingnum betra bragð

FYRIR: 2

Magn:
  •  500 gr kjúklingabringur án beina (700 gr með beinum)
  • 50 gr grísk jógúrt
  • 2 matskeiðar ólívuolía
  • 2 matskeiðar hvítlauks- og engifermauk
  • 1 matskeið Dijon hunangssinnep
  • 1 teskeið rauður chili malað (duft)
  • 1,5 teskeið garam masala
  • 1 teskeið kóríander malað (duft)


Aðferð við undirbúning:

  1. Skerðu kjúklinginn í minni bita og skerðu litlar rifur í hvern bita (eða stinga smá göt á bitana).
  2. Blandaðu öllum hráefnum saman í lokanlegum poka (eða í skál og helltu yfir í pokann).
  3. Lokaðu pokanum og geymdu í kæli í minnst 1 klukkustund og mest 24 klukkustundir.

Aðgerð við eldun:
  1.  Forhitaðu ofninn í 200 gráður (180 gráður á blæstri) en við mælum með stillingu sem leyfir smá grillun/yfirhita.
  2. Settu kjúklinginn í form eða á bakka sem leyfir hverju stykki að fá nægt pláss.
  3. Bakaðu kjúklinginn í ofni í 18-20 mínútur.